Spurt og svarað

27. október 2023

Þrístæða 21 og samþætt líkindamat

Góða kvöldið Mig langar að forvitnast með þristæðu 21 en eg for í 12 vikna sonarinn og hann sjálfur kom mjög vel út og ekkert athugavert við hann en svo kom bloðprufan eitthvað verri ut og er eg með meiri líkur á þristæðu 21. Ég mældist eitthvað hærri í öðru hormoninu og er 1 á móti 288 og er að fara í aðra blóðprufu sem verður send ut. Er ekki alltaf samræði á milli hnakkaþykktamælingar og svo blóðprufunar ? ( eg hélt að hnakkaþykktin þyrfti að vera yfir 3 til að það væru líkur a þessu ) Hvaða hormón er það sem eg mælist hærra í ? Og er eitthvað fleira sem gott er að vita um þetta ? Er búin að reyna googla á fullu en finnst ég engu nær Kær kveðja

Takk fyrir fyrirspurnina, 

Í 12 vikna sónar er boðið upp á hnakkaþykktarmælingu og samþætt líkindamat. Hnakkaþykkt fósturs er mæld með ómskoðunartæki og telst eðlilegt ef hnakkaþykktin er undir 3mm. 

Í samþættu líkindamati eru niðurstöður úr hnakkaþykktarmælingu notaðar ásamt aldri (með hækkandi aldri aukast líkur á litningagöllum) og blóðprufu. Í blóðprufunni sem boðið er upp á í dag eru tveir lífefnavísar mældir. 

Fyrst má nefna frítt B-hcg og annars vegar PAPP-A. Bæði eru þetta eðlileg prótein sem eru í blóðinu á meðgöngu, þau berast frá fylgju og fóstri til blóðrás móður. Frávik á eðlilegum gildum þess geta þó bent til litningafráviks. Ef fría B-hcg er mun hærra en PAPP-A þá aukast líkur á þrístæðu 21.

Samþætt líkindamat gefur aðeins, líkt og nafnið gefur til kynna auknar líkur á litningafráviki en er ekki greiningarpróf. Um það bil 2-5% fá auknar líkur i samþættu líkindamati en það viðmið hefur verið 1 á móti 100 fyrir þrístæðu 21. Einn á móti 288 teljast ekki því auknar líkur. 

Síðastliðin ár hefur Landspítalinn boðið þeim sem mælast með auknar líkur og þeim sem mælast með meiri líkur en 1 á móti 300 að fara í aðra blóðprufu. Sú blóðprufa heitir NIPT það er non-invasive prenatal testing/ litningarannsókn án inngrips. Það er einföld blóðprufa, blóð er tekið úr móður og erlendis er hægt að greina DNA fósturs í blóðinu. Þessi rannsókn er nákvæmari heldur en samþætt líkindamat. Sumstaðar erlendis hefur NIPT komið í stað samþætt líkindamats. Það tekur um það bil viku-10 daga að fá niðurstöður úr rannsókninni. NIPT er þó ekki greiningarpróf litningafráviks líkt og legvatnsástunga og fylgjusýnataka. 

Gangi ykkur vel og kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.