Spurt og svarað

30. október 2023

Fjörfiskur/titringur neðst í bumbu

Sælar, Ég er með fyrirspurn varðandi fjörfisk sem ég finn mjög reglulega fyrir neðst í bumbunni og fann ég fyrst fyrir þessu fyrir 3 dögum síðan. Þetta lýsir sér eins og titringur sem er mjög hraður sem líkist fjörfisk þannig að ég efast um að þetta gætu verið hreyfingar hjá barninu. Ég er gengin rúmlega 18 vikur og hef ekki fundið hreyfingar hjá barninu hingað til. Er þetta eitthvað sem að ég þyrfti að hafa áhyggjur af eða er þetta eðlilegt? Takk fyrir frábæra síðu, hún hefur oft verið mjög hjálpleg :)

Takk fyrir fyrirspurnina, 

Hreyfingar á þessum tíma meðgöngu eru oft lýstar sem loftbólur, fiðrildi í maga eða slíkt. Svo þetta gætu verið að það séu hreyfingar sem þú ert að finna fyrir. Erfitt að segja til um það hér. 

Þó gæti það líka verið legið sjálft eða aðrir umliggjandi vefir vegna sístækkandi legs og barns. Hljómar ekki eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af. En gott að fylgjast áfram með ef þér finnst fylgja þessu verkir eða önnur óþægindi. Ég ráðlegg þér að heyra í ljósmóður í meðgönguvernd ef þú finnur fyrir óþægindum eða hefur áhyggjur. Gangi ykkur vel. 

Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.