Spurt og svarað

06. ágúst 2010

Bólur og svitakóf eftir brjóstagjöf

Sælar!

Ég var með barnið mitt á brjósti til 8 mánaða aldurs. Nú eru u.þ.b. 2 mánuðir síðan við hættum og síðan er mér búið að líða mjög illa með mikil útbrot/bólur og svitaköst. Ég hugsa mjög vel um húðina og þetta er mjög slæmt! Það er líka alveg óþolandi að svitna svona mikið. Ég var slæm sem unglingur en hins vegar mjög góð alla meðgönguna og brjóstagjöfina. Ég hef aldrei heyrt aðrar mæður kvarta yfir þessu.Er þetta eðlilegt? Ef svo er, get ég eitthvað gert og hversu lengi get ég búist við að þetta haldi svona áfram?

Kveðja,Dögg .


 

Sæl og blessuð Dögg!

Mæður tala stundum um svona einkenni ef þær hætta brjóstagjöfinni mjög hratt. Mér finnst það hins vegar fremur ólíklegt að þú hafið gert það eftir þetta langan tíma. Þau einkenni eru gjarnan 3-6 mánuði að jafna sig að mestu. En ef þetta eru svona mikil einkenni og ekkert að draga úr þeim held ég að væri ráðlegt að fá viðtal við lækni og jafnvel mæla hormónabúskapinn ef ástæða þykir til.

Með von um þína betri líðan.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. ágúst 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.