Bólusetning og brjóstamjólk

31.10.2009

Ég var að láta bólusetja mig fyrir svínaflensu. Fær 7 mánaða barnið mitt sem er á brjósti einhverja vörn af því?

 


Sæl og blessuð!

Það er ekki alveg þekkt hvað gerist við þetta ákveðna bóluefni. En miðað við reynslu af öðrum flensubólusetningum verður um litla vörn að ræða en þó einhverja.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
31. október 2009.