Spurt og svarað

23. janúar 2024

Dreyma vakandi

Hæhæ Langar aðeins að forvitnast um eitt. Nú er barnið mitt 3 mánaða og hefur allt gengið vel. En undanfarna daga hef ég staðið mig að því að vera með barnið í höndunum sitjandi í sófanum "dett út", með störu og byrja allt í einu að dreyma (þá vakandi). Er þetta eitthvað sem getur komið fyrir eftir meðgöngu? Hef heyrt um brjóstaþoku eða svoleiðis er þetta eitthvað slíkt

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að einstaklingur sofni/detti út í yfir daginn og er algengasta á ásæða þess undirliggjandi þreyta. Þreytan getur meðal annars verið afleiðing svefnleysis og slitróttans svefns. Þá getur andleg vanlíðan líkt og kvíði og þunglyndi einnig haft áhrif. 

Ef þig grunar að aðrir þættir séu að valda því að þetta sé að koma fyrir þig og hefur áhyggjur hvet ég þig til að bera einkennin undir heimilislækni. 

Mikilvægt er að huga að öryggi þínu og barnsins. Gott er að huga að öruggu umhverfi þegar þú situr með barnið í höndunum. Einnig ráðlegg ég þér að leggja barnið á öruggan svefnstað grunir þig að þú sért að við það að sofna og reyna að hvíla þig á meðan barnið sefur. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.