Spurt og svarað

25. janúar 2024

Blæðingar 5 vikum eftir fæðingu

Góðan dag Nú eru 5 vikur síðan ég átti og úthreinsum kláraðist fyrir sirka 2 vikum. Fyrir viku síðan vaknaði ég við mikla blæðingu sem fossaði út. Það er búið að útiloka að eitthvað hafi orðið eftir af fylgjunni en ég var sett á sýklalyf. Frá því að þetta gerðist hefur blætt ferskt blóð hjá mér sem fer ekki minnkandi, eykst frekar en hitt. Önnur einkenni eru svimi og slappleiki. Er þetta eðlilegt eftir að úthreinsun líkur?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Algengt er að úthreinsun eftir fæðingu taki um það bil 4-6 vikur en það er þó ekki algilt. Í upphafi er blæðingin fersk, rauðleit og magnið líkist ríflegum tíðarblæðingum. Blæðing ætti svo að fara minnkandi og verður þá brúnleitari og að lokum gulhvít. 

Á 10. - 14. degi eftir fæðingu losnar hrúður sem hefur myndast yfir fylgjubeðinu og getur þá blæðing aukist í nokkra daga. Að öðru leiti ef það fer skyndilega að aukast blæðingin, blóðkögglar gera vart við sig, vond lykt eða vanlíðan til staðar er ráðlagt að leita til læknis.

Vegna blæðingarinnar sem þú lýsir og einkenna líkt og svima og slappleika myndi ég ráðleggja þér að leita álits hjá lækni. Hér getur þú nálgast frekari fróðleik um úthreinsun eftir fæðingu. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.