Spurt og svarað

12. mars 2024

Sítrusávextir

Góðan dag, Drengurinn minn er er sex og hálfa mánaða og kominn rúmur mánuður síðan hann byrjaði að borða mat. Hann er mjög hrifinn af graut og við höfum verið að prófa að gefa honum hitt og þetta meðfram. Hann er ekki hrifinn af banana en appelsínur falla mjög vel í kramið sem við setjum í sílikondúsu fyrir hann til að sjúga og kjamsa á. Við höfum gefið honum appelsínu með þessum hætti kannski þrisvar síðustu daga, aldrei oftar en einu sinni yfir daginn. En núna er ég komin með bakþanka því ég finn ekkert haldbært varðandi það að gefa svona ungum börnum sítrusávexti. Er það í lagi eða er betra að bíða með það? Með þökkum.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Það er í góðu lagi að gefa börnum, eldri en 6 mánaða sítrusávexti líkt og appelsínu. Í dag er ráðlagt að auka fjölbreytni í mataræði nokkuð hratt þegar ungabörn eru byrjuð að smakka mat. Appelsína er rík af C-vítamíni sem hjálpar líkamanum í upptöku af járni. Í sumum ráðleggingum er rætt að prófa fyrst banana, soðna peru eða soðið epli.

Hér er góður bæklingur frá Landlækni og Heilsugæslu Höfuðborgasvæðisins um næringu ungbarna. Að undanskyldu hunangi sem er ráðlagt að bíða með til 1 árs. Einnig góðar upplýsingar á vef heilsuveru

Gangi ykkur vel. Kær kveðja, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.