Brennslutöflur og brjóstagjöf

07.08.2007

Sæl mig langaði að vita hvort efni úr brennslutöflum færu út í brjóstamjólkina og til barnsins. Ég er að fara að byrja að æfa og er að hætta með mína á brjósti nema þá á nóttunni ég ætla að halda því eitthvað áfram. Spurningin er ef ég tek frekar sterkar brennslutöflur (sem eru ekki leifðar á Íslandi) með örvandi efnum á morgnana og gef henni ekkert fyrr en um nóttina eru þá ekki þessi verstu efni farin úr líkamanum og hafa ekki áhrif á barnið? Einhvers staðar las ég eftir þig að brjóstamjólkin væri svo fullkomin að hún hreinsaði öll slæm efni út sjálfkrafa...

Með von um skjót svör.


Sæl og blessuð!

Já, þetta ætti að vera allt í lagi fyrir þig. Þú ert líka að gefa brjóst svo lítið. Passaðu þig bara að lesa vel utan á leiðbeiningarnar þannig að skammtar séu réttir. Vertu líka á varðbergi fyrir þeim aukaverkunum sem eru nefndar. Ég hef meiri áhyggjur af þér heldur en barninu.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. ágúst 2007.