19 vikur og hreyfingar

03.05.2015

Hæ hæ, ég er á 19 viku meðgöngu núna, geng með mitt annað barn, ég finn ekki miklar hreyfingar eða voða lítið er það alveg eðlilegt? Hvenær koma hreyfingar með annað barn, síðasti dagur fyrstu blæðinga var 9 des hvort er ég á á 19 eða 20 viku núna? Ég kann ekki að reikna þetta út :) Ég er sett um miðjan september, er líklegt að ganga yfir með þetta barn eða fæða það fyrr, ég gekk alveg 42 vikur með strákinn minn síðast sem er fæddur 2010. Með kveðju Hildur


 
Heil og sæl, það er voða misjafnt hvenær maður fer að finna hreyfingar. Ég hugsa að þú farir að finna hreyfingar núna eða alveg á næstu dögum. Það fer svolítið eftir staðsetningu fylgjunnar hvenær og hve mikið hreyfingar finnast. Ef þú ert með framveggsfylgju þá finnur þú seinna og minna fyrir hreyfingum. Mér finnst líklegra að þú gangir frekar með  með framyfir heldur en hitt þar sem þú gerðir það síðast. Ég ráðlegg þér að reikna með 42 vikum og ef þú gengur styttra með er það bara bónus. Gangi þér vel!!

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur