Brjóst eftir fæðingu

16.10.2011

Ég er 17 ára mamma og brjóstin mín minnkuðu eftir fæðingu. Ég var bara með barnið á brjósti í 1 mánuð því mjólkin hætti að koma.) Svo urðu brjóstin minni en fyrir fæðingu. Er það eðlilegt eða munu þau stækka eitthvað aftur?  Eru þið með einhver ráð til að þau stækki?

 


Sæl og blessuð!

Það er alltaf viss hætta á að brjóst rýrni nokkuð ef brjóstagjöf er hætt snemma og /eða hratt. Því snögglegar sem er hætt, þeim mun meiri rýrnun. Þetta jafnar sig nokkuð aftur en á löngum tíma. En þó stundum ekki að fullu. Brjóst stækka stundum ef aukakíló bætast á líkamann en það er því miður ekkert eitt töfraráð sem ég veit um að geti hjálpað þér.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. október 2011.