Spurt og svarað

28. nóvember 2012

Brjóst notað sem snuð

Sæl
Sonur minn er orðinn rúmlega þriggja mánaða og mér finnst hafa orðið breyting á drykkjuvenjum hans á kvöldin. Hann er á brjósti og tekur ekki pela né snuð, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir með snuðið. Undanfarin kvöld hefur hann hangið á brjóstinu þegar kominn er háttatími, drukkið bæði brjóstin og sogið allt upp í tvo tíma. Ef ég legg hann frá mér heldur hann bara áfram að sjúga en það er vonlaust að láta hann taka snuðið. Ég hef áhyggjur af því að hann sé annað hvort að nota mig sem snuð eða að hann fái ekki næga mjólk hjá mér. Samhliða þessu er hann einnig farinn að vakna oftar á nóttunni. Hann var farinn að sofa 5 tíma lúra og jafnvel lengur en nú er hann farinn að vakna á 2-3ja tíma fresti. Getur þetta verið vaxtakippur, er ég mjólkurlítil eða hvað er að orsaka þessa breytingu?
Sæl
Ég tel trúlegt að hann sé að taka vaxtakipp og hann er líklega ekki að nota þig sem snuð. Á meðan drengurinn þinn þyngist vel og virðist líða vel þá getur þú verið nokkuð örugg um að hafa næga mjólk fyrir hann. Hér eru svör við tveim fyrirspurnum sem gætu hjálpað þér.
Vaxtakippur eða mömmusýki?
Notar mig sem duddu
Gangi þér vel.Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. nóvember 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.