Spurt og svarað

09. nóvember 2008

Brjóstabarn og niðurgangur

Sæl!

Ég er með barnið mitt (sem er 2 mánaða) eingöngu á brjósti og hún er alltaf með rennandi niðurgang í hverja bleyju. Þetta eru ekki eðlilegar hægðir, þetta er bara eins og litað vatn. Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta sé eðlilegt hjá barni sem er eingöngu á brjósti, eða hvort það hafi að segja að hún var á sýklalyfjum í 2 vikur fyrir reyndar mánuði síðan og svo var ég sjálf á sýklalyfjum eftir það. En núna eru liðnar rúmar 3 vikur síðan ég hætti á sýklalyfjunum og hún er ennþá með niðurgang. Getur verið að þetta hafi verið alltof mikið af sýklalyfjum fyrir svona lítinn kropp á svona stuttum tíma? Hvenær ætti hún að fá eðlilegar ungbarnahægðir eftir svona mikla sýklalyfjabombu fyrstu vikurnar hennar? Er algengt hjá svona litlu brjóstarbarni að vera með niðurgang?

P.s. Hún er ekki með hita og henni líður ekki illa.

  

 

Sæl og blessuð.

Það er ekkert óeðlilegt í sjálfu sér að ungbörn fái niðurgang annað slagið. Oftast er það þó í tiltölulega stuttan tíma og jafnar sig af sjálfu sér. Það er trúlegt að sýklalyfin hafi haft slæm áhrif á meltingarveginn og það getur verið nokkrar vikur að jafna sig. Mér finnst ólíklegt að þú hafir fengið of mikið af sýklalyfjum og þau lyf hafa bara lítil áhrif miðað við lyfin sem hún fékk sjálf.

Þannig að vonandi er málið að leysast af sjálfu sér. Ef ekki skaltu hafa samband við lækni

Bestu óskir,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. nóvember 2008.






Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.