Brjóstabarn upp úr kúrfu

30.11.2008

Sæl!

Gerir það eitthvað til þó að brjóstabarn fari upp úr kúrfu? Þ.e. upp fyrir bandstrikuðu línuna.

 


Sæl og blessuð!

Það er yfirleitt ekki talið gera til þótt barn á brjóst þyngist hratt og mikið. Mjög feit brjóstabörn virðast eiga auðvelt með að losna við umframfitu þegar þau fara að hreyfa sig meira. Og þeim er ekki hætt við offitu á fullorðinsárum.

Það eru hins vegar til vandamál sem tengjast hraðri þyngdaraukningu barna hvort sem þau eru á brjósti eða ekki. Það er því vert að athuga hvort eitthvað óeðlilegt í gjöfinni tengist þyngdaraukningunni.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. nóvember 2008.