Brjóstagjafaráðgjöf

02.06.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Er möguleiki að fá leiðbeiningar varðandi brjóstagjöf þó svo að barnið sé ekki alveg ný fætt.  Ég er með eina 11. mánaða sem er algjört brjóstabarn.  Mig langar að tala við einhverja sem getur aðeins aðstoðað mig.

Kveðja, Brjóstamamma.


Sæl og blessuð brjóstamamma.

Já, þú átt að geta leitað til hvaða brjóstagjafaráðgjafa sem er. Hún getur örugglega vísað þér á rétta manneskju ef hún er ekki með góða kunnáttu á þessu sviði sjálf.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júní 2008.