Spurt og svarað

10. janúar 2007

Bólga á vörtubaug

Hæ!

Ég er 32 ára og er komin u.þ.b. 22 vikur á leið. Hef tekið eftir því síðustu tvær vikur að það sé bólga á hringnum kringum geirvörtuna, hún er ekki öll bólgin. Heldur kemur bunga út öðru megin við geirvörtuna. Þetta svæði er ekki hart við viðkomu. Getur verið að þetta sé æxli sem að er að myndast í brjóstinu eða er þetta eitthvað sem að getur fylgt á meðgöngu, t.d. bólga?

Kveðja, Maíbumba.

 


 

Sæl og blessuð maíbumba!

Það er mjög erfitt að ráða í svona lýsingar. Það er ekkert þér að kenna, það er bara svo misjafnt hvernig fólk lýsir hlutum.  Það er afskaplega ólíklegt að þetta sé eitthvert æxli og það er líka ólíklegt að þetta sé bólga þótt það sé ekki útilokað. Ég ráðlegg þér að fá skoðun fagmanns á þessu til að fá úr því skorið hvað þetta er. Það eru yfirgnæfandi líkur á að þetta sé eitthvert eðlilegt fyrirbæri sem tengist meðgöngunni. Það eru nokkur atriði sem koma til greina án þess að ég fari að tíunda þau hér.      

Gangi þér svo bara vel.      

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. janúar 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.