Spurt og svarað

22. janúar 2007

Brjóstagjafaþoka!

Konur tala mikið um hina svokölluðu brjóstagjafarþoku, að minnið sé slæmt á meðan á brjóstagjöf stendur. Mér finnst ég vera utan við mig og ég tel að ég sé gleymnari en fyrir barnsburð. Sonur minn er eins árs og á brjósti. Hefur minni kvenna með barn á brjósti verið rannsakað? Vitið þið hvort einhver fótur er fyrir þessum sögusögnum, eða stafar minnisleysið ef til vill bara af svefnleysi sem fylgir því að eiga ungt barn?

Kveðja, forvitin.


Sælar!

Ég þekki ekki til að minni kvenna hafi verið rannsakað - en konur sem eru með börn á brjósti upplifa meiri slökun og vellíðan vegna hormóna (Oxytocin og Endorfín) sem bæði geta haft áhrif á slökun og vellíðan, svo það er talið að mæður nái að slaka betur á vegna þessa. Mér finnst líklegt að slökunin geri það að verkum að konur sem eru með barn á brjósti, séu ekki eins mikið að stressa sig út af hlutunum og gleymi kannski þess vegna. 

Með kveðju, 

Ingibjörg Eiríksdóttir
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. janúar 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.