Bólgnir barmar

26.09.2006
Sæl og blessuð.  Ég er ófrísk og langar til að vita aðeins um kynlíf.  Þegar ég og maðurinn minn höfum samfarir er eins og það komi rosa mikill þurkur og barmarnir bólgna alveg rosalega út.  Ég á erfitt með að standa eftir samfarir og þetta er rosalega óþægilegt og mig svíður líka þegar ég pissa.  Hvað getur þetta verið?

 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Mér dettur strax í hug ofnæmisviðbrögð fyrir einhverju sem þið eruð að nota eins og kremum eða öðru slíku.  Þurrkur í leggöngum er þekkt vandamál á meðgöngu en skapabarmarnir ættu ekki að bólgna svona rosalega við það.  Sviði við þvaglát getur bent til þvagfærasýkingar en getur einnig verið eðlilegt ef hann kemur bara fyrst eftir samfarirnar og hverfur svo.  Talaðu endilega um þetta við ljósmóðurina þína, það getur verið að hún vilji rannsaka þetta eitthvað nánar.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
26.09.2006.