Spurt og svarað

26. september 2006

Bólgnir barmar

Sæl og blessuð.  Ég er ófrísk og langar til að vita aðeins um kynlíf.  Þegar ég og maðurinn minn höfum samfarir er eins og það komi rosa mikill þurkur og barmarnir bólgna alveg rosalega út.  Ég á erfitt með að standa eftir samfarir og þetta er rosalega óþægilegt og mig svíður líka þegar ég pissa.  Hvað getur þetta verið?

 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Mér dettur strax í hug ofnæmisviðbrögð fyrir einhverju sem þið eruð að nota eins og kremum eða öðru slíku.  Þurrkur í leggöngum er þekkt vandamál á meðgöngu en skapabarmarnir ættu ekki að bólgna svona rosalega við það.  Sviði við þvaglát getur bent til þvagfærasýkingar en getur einnig verið eðlilegt ef hann kemur bara fyrst eftir samfarirnar og hverfur svo.  Talaðu endilega um þetta við ljósmóðurina þína, það getur verið að hún vilji rannsaka þetta eitthvað nánar.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
26.09.2006.




Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.