Spurt og svarað

10. desember 2008

Brjóstagjöf að hluta

Ég rak augun í þessa staðhæfingu í einu svarinu: "Og þegar talað er um að brjóstagjöf minnki líkur á að barn eða móðir fái hina og þessa sjúkdóma þá er yfirleitt alltaf miðað við að barnið hafi verið eingöngu á brjósti“. Get ég þá alveg eins sleppt því að vera að gefa barninu mínu brjóstamjólk því það fær þurrmjólk líka? Er þá enginn eða mjög takmarkaður ávinningur af því fyrst að þurrmjólk er gefin með?

Kveðja. Ein ringluð.

 


Sæl og blessuð!

   Að sjálfsögðu er alltaf ávinningur af brjóstagjöf. En hann minnkar óneitanlega með lækkandi hlutfalli brjóstamjólkur ef við horfum bara á líkur sjúkdóma. Mesti ávinningurinn er náttúrulega næring barnsins, tengslamyndun og nærvera. Það sem aðallega var átt við í fyrrnefndu svari er að tölfræði varðandi minni líkur er yfirleitt fengin fram varðandi konur sem eingöngu eru með barnið á brjósti. Ég tek fram að það er samt alls ekki algilt.

Þú átt því endilega að halda brjóstagjöfinni áfram eins lengi og þið bæði viljið.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.