Spurt og svarað

10. desember 2006

Brjóstagjöf eftir keisaraskurð

Ég vil byrja á því að þakka fyrir góðan og gagnlegan vef.

Ég er með eina spurningu sem mig langar að fá svar við. Þannig er mál með vexti að ég er ófrísk af mínu öðru barni og verð send í fyrirfram ákveðin keisara í lok desember. Ástæðan er stórt barn. Það sem mig langar að vita er hvernig gengur brjóstagjöf eftir planaðan keisara. Kemur broddurinn í brjóstin fyrir fæðingu eða eru það hormón sem myndast við fæðingu? Keisaraskurður er auðvitað inngrip í þetta eðlilega og er þá eitthvað sem maður getur gert til þess að auka líkaur á að brjóstagjöf gangi vel? Síðast fór ég líka í keisara og brjóstagjöfin gekk ekki sem skildi. En í þetta skipti langar mig að reyna við þetta.

Takk fyrir og fyrirgefið langlokuna.

Kveðja, Halla.


Sælar!

Oftast gengur brjóstagjöf vel eftir planaðan keisaraskurð. Það kemur broddur í brjóstin á meðgöngunni og hann er í brjóstunum þegar barnið fæðist hvort sem það fæðist með keisara eða eðlilega. Lykilatriði er að barnið fari sem allra fyrst á brjóst og sjúgi oft fyrstu sólarhringana það er árangursríkast. Einnig að barnið taki vel vörtuna. Það er mikilvægt að fá aðstoð og stuðning hjá ljósmæðrunum og brjóstagjafaráðgjöfunum á deildinni. Það er hægt að fara í viðtal til brjóstagjafaráðgjafa fyrir fæðingu ef það eru einhver áhyggjuatriði hjá mæðrum og fá svo áframhaldandi stuðning eftir fæðinguna ef þarf.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. desember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.