Bólgueyðandi drykkir

04.04.2015

Góðan dag, Takk fyrir mjög fræðandi vef. Ég veit að ófrískar konur eiga ekki að taka inn bólgueyðandi lyf en hvernig er með  drykki með jurtum sem vitað er að hafa áhrif á bólgur eða t.d. engifer og túrmerik? Eru áhrifin af slíku kannski svo lítil að það hafi engin áhrif, hvorki á fóstur né bólgur? Ég er að velta þessu fyrir mér þar sem ég er hálfnuð með meðgönguna og er með miklar bólgur í kringum mjaðmir og axlir (þetta var komið áður en ég varð ófrísk og er að versna nú) og var bent á að prófa bólgueyðandi drykki. Kveðja Guðný

 

Heil og sæl, það hefur áður verið fjallað um turmeric hér og almennt er ekki mælt með því að taka það nema þá sem krydd í mat. Öryggi engifers á meðgöngu hefur verið umdeilt en á vef landlæknis kemur fram að notkun allt að eins gramms á dag sé örugg. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
3. apríl 2015