brjóstagjöf með 1 pelaábót

19.10.2014

Ef barn á brjósti fær einn pela á dag af þurrmjólk, skemmir það þá varnir barnsins? Ef svo er, hversu mikið/lengi þá? Ég er að mjólka og mjólka til að fara í skólann en sé ekki fram á að ná að mjólka nóg og er þá að hugsa hvort einn peli af þurrmjólk á dag sé ekki betra með brjóstagjöfinni?

 

Sæl og blessuð!

 Í þínu tilfelli skiptir mestu máli hve gamalt barnið er. Ef það er 6 mánaða eða meira þá skiptir ekki máli þótt það fái 1 pela á dag upp á varnirnar að gera. Ef það er yngra en 6 mánaða þá verða varnirnar eins og hjá kúamjólkurbarni strax eftir 1 pela. Það er talið að þær jafni sig og verði eins og hjá brjóstamjólkurbarni aftur eftir um 2 vikur.

Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
19. október 2014.