Brjóstagjöf og ættleiðing

19.10.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég hef verið að velta fyrir mér er hægt að koma mjólkurframleiðslu af stað hjá konu sem hefur ekki gengið með barn, t.d. konu sem hefur ættleitt nýfætt barn og mynd vilja hafa það á brjósti?


Sæl og blessuð.

Mjólkurframleiðsla fyrir ættleitt barn fer fyrst og fremst fram með örvun brjóstanna. Yfirleitt er notuð mjaltavél eða handpumpa. Farið er í mjöltun nokkrum sinnum á dag í nokkrar vikur áður en barnið kemur til að setja framleiðsluna af stað. Stundum eru notuð mjólkuraukandi lyf jafnframt og það er hægt að ná hluta af því sem barnið þarfnast og stundum öllu. Þegar barnið kemur er oft reynt að leggja það á brjóst en stundum er bara mjólkað áfram handa því.

Það eru til ágætis bækur um þetta efni t.d.„Breastfeeding the adopted baby“ eftir Debra Stewart Peterson.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
19. október 2007.