Spurt og svarað

12. desember 2004

Brjóstagjöf og áfengisdrykkja

Sælar og takk fyrir góða síðu.

Ég var að velta fyrir mér með áfengisdrykkju og brjóstagjöf. Maður heyrir misjafnar sögur af því hvort maður eigi að henda mjólkinni eftir drykkju eða ekki. Mig langar svolítið að fá mér í glas á áramótunum og er með rúmlega mánaðar gamalt barn. Sumir segja að maður eigi að mjólka sig fyrir drykkju til að eiga byrgðir og mjólka sig síðan 1-2 eftir drykkju og henda
því. Hvað er rétt að gera?? Er í lagi að fá sér 1 léttvínsglas eða bjórglas og gefa samt? Og ef maður á ekki að henda mjólkinni eftir smá drykkju, hvað á að líða langur tími á milli drykkju og gjafar?

Með kveðju,
ein sem vill hafa þetta alveg á hreinu:-)

............................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Þú ert ekki sú fyrsta sem spyrð um þetta og því vil ég benda þér á að skoða svar við svipaðri fyrirspurn undir heitinu Áfengi og brjóstagjöf hér á síðunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
12. desember 2004.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.