Brjóstagjöf og áfengisdrykkja

12.12.2004

Sælar og takk fyrir góða síðu.

Ég var að velta fyrir mér með áfengisdrykkju og brjóstagjöf. Maður heyrir misjafnar sögur af því hvort maður eigi að henda mjólkinni eftir drykkju eða ekki. Mig langar svolítið að fá mér í glas á áramótunum og er með rúmlega mánaðar gamalt barn. Sumir segja að maður eigi að mjólka sig fyrir drykkju til að eiga byrgðir og mjólka sig síðan 1-2 eftir drykkju og henda
því. Hvað er rétt að gera?? Er í lagi að fá sér 1 léttvínsglas eða bjórglas og gefa samt? Og ef maður á ekki að henda mjólkinni eftir smá drykkju, hvað á að líða langur tími á milli drykkju og gjafar?

Með kveðju,
ein sem vill hafa þetta alveg á hreinu:-)

............................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Þú ert ekki sú fyrsta sem spyrð um þetta og því vil ég benda þér á að skoða svar við svipaðri fyrirspurn undir heitinu Áfengi og brjóstagjöf hér á síðunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
12. desember 2004.