Spurt og svarað

05. nóvember 2006

Brjóstagjöf og aukakílóin

Sælar ljósmæður!

Ég er búin að vera með barn á brjósti núna í 6 mánuði. Ég tel mig borða hollan mat og fá mikið af hreyfingu bæði með daglegum göngutúrum, sem og reglulegri líkamsrækt. Mér gengur ekkert að losna við kílóin sem sátu eftir, eftir fæðingu. Getur verið að brjóstagjöfin sé að valda þessu? Hefur þetta eitthvað með hormón að gera?


Sæl og blessuð.

Það getur tekið mislangan tíma að ná aftur jafnvægi í orkuinntöku og orkueyðslu eftir fæðingu. Brjóstagjöf er fyrir flestar konur grennandi þar sem hún er mjög orkufrek en það eru þó ekki allar konur sem upplifa hana þannig. Yfireitt er ástæðan sú að of miklum forða var safnað á meðgöngunni og þá tekur ferlið lengri tíma. Það getur líka verið að erfitt reynist að jafnvægisstilla. Þá er líklega borðað nóg til að uppfylla orkuþörf brjóstagjafarinnar og þarfir líkamans þannig að alltaf situr eftir það sem var umfram. Þetta er spurning um að innbyrða færri hitaeiningar en þarf fyrir líkamlegar þarfir og brjóstagjöfina. Þá fer líkaminn að taka af umframbirgðunum. Það er gott hjá þér að hreyfa þig svona mikið og brenna. Haltu því endilega áfram.

Svarið við spurningunni er: Nei, það er ekki brjóstagjöfin sem veldur þessu. Brjóstagjöfin er að hjálpa til en það þarf meira til viðbótar.

Baráttukveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. nóvember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.