Spurt og svarað

12. janúar 2012

Brjóstagjöf og að grennast

Hæ hæ!

Ég er búin að vera að lesa allstaðar að þegar maður er með barn á brjósti þá er maður svo fljótur að ná öllum meðgöngukílóunum af sér. Ég á eina 10 vikna stelpu og er eingöngu með hana á brjósti og mér finnst ég bara ekkert hafa breyst í laginu. Mér finnst ég vera nákvæmlega eins og daginn eftir að ég átti. Því spyr ég af hverju er hún ekki að drekka burt þessi kíló mín. Þau eru ekki velkomin lengur.

Kveðja. Ein rosalega óþolinmóð.


 

Sæl og blessuð „Ein óþolinmóð“.

Þetta er nú eitt af þessu sem eru ekki nákvæm vísindi. Sumar konur eru fljótari að grennast í brjóstagjöf en aðrar. Og sumar þurfa meira að hjálpa til en aðrar. Það gildir alltaf að borða það sem líkaminn þarf og til viðbótar 2-300 gr. fyrir brjóstagjöfina. Það gildir líka að borða vel samansett fæði með miklu grænmeti og ávöxtum. Og svo skiptir hreyfingin líka máli. Það er erfitt núna þegar ekki er hægt að fara út að labba eða hlaupa en ýmiss konar innihreyfing verður þá að koma í staðinn.

Vona að þetta fari að ganga betur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. janúar 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.