Brjóstagjöf og blæðing

02.07.2008

Þannig er að ég á 5½ mánaða gamalt barn. Ég er með hana á brjósti og hefur það gengið alveg glimrandi vel, en er ný farin að gefa henni smá grautasmakk þar sem hún virðist alltaf vera svöng. Gef henni á u.þ.b. 2 tíma fresti (stundum líða 3 tímar). Hún fær að drekka tvisvar til þrisvar á nóttunni (frá kl 24:00-7:00). Í dag byrjaði ég á blæðingum. Ég hef alltaf haldið að maður byrji ekki á blæðingum fyrr en barn er hætt, eða búið að minnka brjóstagjöf. Er þetta eðlilegt? Tek það fram að við hjónin stundum alveg kynlíf og erum ekki að nota getnaðarvörn :/


Sæl og blessuð.

Já, þetta er alveg eðlilegt. Brjóstagjöfin er ekki getnaðarvörn nema í vissan tíma og með ákveðnum ráðstöfunum. Nú þegar þú ert farin að gefa barninu mat þá er henni lokið. Þannig að þú þarft að nota aðra getnaðarvörn ef þú ætlar ekki að verða ófrísk.
 

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júlí 2008.