Bólgueyðandi lyf á meðgöngu

11.12.2006

Hæ, hæ!

Ég hef verið með vöðvabólgu og fleiri vandamál í öxlum á hálsi eftir bílslys og æfingar. Og nú stendur þannig á að ég er að fá festu í öxlina sem ég hef nú fengið nokkrum sinnum áður og mér var gefið Íbúfen 400 mg, þrisvar sinnum á dag (bara í ákv. tíma) og sagt að taka það sama ef þetta kæmi aftur. Nú les ég að ég má ekki taka Íbúfen á meðgöngu og ég að fá festu í öxlina. Íbúfen er með bólgueyðandi verkun en Panodil og Paratabs hefur ekki þá verkun. Eru einhver bólgueyðandi lyf sem ég má taka? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að íbúfen er ekki leyft á meðgöngu eða hafa ekki
verið gerðar rannsóknir?

Takk fyrir, ein í vanda.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Íbúfen er eitt af þeim lyfjum sem ekki ætti að taka á meðgöngu nema í samráði við lækni, en það á vissulega við um öll lyf.

Ég ráðlegg þér að hafa samband við heimilislækninn þinn.

yfirfarið 29.10.2015