Spurt og svarað

08. febrúar 2006

Brjóstagjöf og blæðingar

Er með 11 mánaða strák sem er enn á brjósti reyndar bara kvölds og morgna og svo aðeins á nóttunni. Er eðlilegt að ég sé ekki farin að hafa blæðingar. Var síðast með á brjósti í tæpa 14 mánuði en byrjaði samt á blæðingum.

......................................................................................................

Sæl og blessuð.

Það er ánægjulegt að heyra hvað þú hefur verið lengi með barnið þitt á brjósti! Varðandi blæðingarnar þá nefnir þú ekki hvaða getnaðarvarnir þú notar. Þetta getur nefnilega haft áhrif á blæðingarnar. Margar konur nota „brjóstapilluna” en í henni er eingöngu progesterone hormón og hún er tekin samfellt, með engu hléi á milli og oft falla blæðingar alveg niður meðan konan notar hana. Sama má segja um hormónasprautuna og hormónastafinn. Ef þú notar engar af ofangreindum getnaðarvörnum, þá getur samt verið alveg eðlilegt að blæðingarnar séu ekki byrjaðar því að þó að þú sért lítið með barnið á brjósti, þá hefur það samt hormónaáhrif í líkamanum og margar konur byrja ekki á blæðingum fyrr en nokkru eftir að þær eru alveg hættar með barn á brjósti.

Vona að þetta svari spurningunni!

Ingibjörg Baldursdóttir,
hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaráðgjafi,
8. febrúar 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.