Spurt og svarað

18. september 2006

Brjóstagjöf og bleyjuskipti á nóttunni

Sæl og takk fyrir góðan vef!

Ég átti mitt fyrsta barn fyrir rúmum 2 vikum og allt gengur vel. Hún fæddist 3.550 gr og náði þeirri þyngd á rúmri viku og drekkur vel en gubbar þó meir en mér er sama um. Ég tel þó að þetta sé bara gubb en ekki uppköst sem er gott. Ég er mest að velta fyrir mér hversu oft ég eigi að vera að gefa henni brjóst á sólarhring og hvernig gjöfunum er háttað á næturnar. Ég baða hana fyrir svefninn, gef henni uppí rúmi í ró og næði og kyssi hana góða nótt og set hana svo í vögguna og þar sofnar hún oftast.Hún vaknar svo sjálf á um 3-4 tíma fresti til að drekka. Er það allt í lagi eða má líða lengri tími á milli gjafa á nótunni?

Svo er annað. Ég las að best væri að tala sem minnst við hana á meðan næturgjöfunum stendur svo hún nái að sofna strax eftir. Gildir það sama um bleyjurnar.  Er í lagi að geyma það að skipta á henni á næturnar nema það sé mikið í henni svo að hún vakni ekki?

Kveðja, Stepppla.Sælar!

Jú, það líða oft 3 til 4 tímar á milli gjafa á nóttunni þegar börnin eru svona ung - en getur farið upp í 5 til 6 tíma á milli þegar að börnin verða eldri oft um 3 til 4 mánaða. Yfir daginn vilja sum börn vera á brjósti á eins til tveggja klst fresti en upp í þriggja til fjögurra tíma fresti. Hvort á að skipta á henni yfir nóttina fer eftir magninu í bleyjunni, ef það er lítið þá er óhætt að bíða með að skipta.

Gangi þér vel,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. september 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.