Spurt og svarað

07. febrúar 2009

Brjóstagjöf og D dropar

Sælar!

Mig langaði að spyrja ykkur tveggja spurninga. Ég er með 4 vikna dreng á brjósti sem var búinn að ná fæðingarþyngd sinni í 7 daga skoðun. Hann þyngdist um 400 gr frá 1-2 vikna, 190gr 2-3 vikna og núna 4 vikna hafði hann bara þyngst um 50 gr. Hjúkrunarfræðingnum fannst þetta allt í lagi enn um sinn og það sem ég hef lesið á vefnum ykkar þá þyrfti hann að þyngjast um 280 gr 6 vikna, ekki satt? Hann sefur ekkert á daginn utan 10 mín hér og 20 þar en sefur alla nóttina utan að drekka einu sinni til tvisvar (annars fær hann brjóst á 2-3 tíma fresti). Hann hefur verið með kveisueinkenni og heyrist mikið í ristlinum, sem lagast ef hann prumpar og/eða ælir. Hann vætir vel bleiur en kúkar lítið, samt í hverja bleiu. Mín spurning er á ég að hafa áhyggjur, því ég viðurkenni að ég hef þær. Eins vellti ég því fyrir mér við foreldrarnir séum kvekt af fyrri reynslu þar sem miðjubarnið var mjög óvært, grét og svaf lítið í 9 mánuði og við foreldrarnir reynum allt til að koma í veg fyrir það aftur. - Hin spurningin er s af hverju erf börnum bara gefnir D-dropar nú? Hvað olli því að A vítamínið var tekið út? Ég spurði hjúkrunarfræðinginn en hún gat ekki svarað því.

Með fyrirfram þökk, 3 drengja móðir.Sælar!

Og til hamingju með drenginn þinn. Með þyngdaraukningu hjá börnum fyrstu vikur lífsins þá geta þau þyngst mismikið eftir vikum. Það sem að hann hefur þyngst vel frá fæðingu utan eitt skipti – þá myndi ég ekki hafa áhyggjur. Mikilvægast er að halda honum við brjóstið á daginn og kvöldin þ.e. leggja hann oft á brjóstið, oftast dugar það til að þau fara að þyngjst betur.

Með D-vítamínið að þá hefur rannsókn á íslenskum börnum sýnt fram á að þau fá nóg A-vítamín frá móður sinni en þau þurfa auka D-vítamín. Þessi ákvörðun er því byggð á rannsóknarniðurstöðum.

Bestu kveðjur,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. febrúar 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.