Brjóstagjöf og detox

19.06.2010

Sonur minn er 7 mánaða og er farinn að borða  x 5  yfir daginn, en er líka að fá brjóst.  Ég var að spá hvort það sé í lagi að taka detox á meðan ég er með hann á brjósti?  Þá er ég að tala um safakúr í 7 daga.

 


Sæl og blessuð!

Það eru margir mismunandi  hlutir sem átt er við þegar talað er um detox. En ef þú átt aðeins við safakúr í  7 daga þá sé ég ekki að það sé neitt athugavert þegar barnið er orðið þetta gamalt. Mundu bara að hlusta á líkamann.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
19. júní 2010.