Spurt og svarað

29. janúar 2013

Brjóstagjöf og flogaveiki

Sæl
Ég er með fyrirspurn út af brjóstagjöf. Ég er með flogaveiki og var að lesa það að fólk sem er flogaveikt ætti ekki að gefa brjóst. Þetta er lífsreynsla sem mig langar ekki að sleppa en er þetta rétt?
Kv. Svanhvít
Sæl Svanhvít.
Konur með flogaveiki geta í langflestum tilfellum gengið með börn sín og haft þau á brjósti. Allur gangur er á hvort og hvaða lyf þær taka á meðgöngunni og fá lyf eru frábending frá brjóstagjöf. Stundum þarf að skipta um lyf eða breyta skömmtum. Best er að skipuleggja barneign ef konan er flogaveik og vera búin að ráðfæra sig við taugalækni varðandi lyfjanotkun. Ef konan er á lyfjum á meðgöngunni ætti hún að vera í áhættumæðravernd á LSH.
Gangi þér vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir;
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. janúar 2013
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.