Brjóstagjöf og flogaveiki

29.01.2013
Sæl
Ég er með fyrirspurn út af brjóstagjöf. Ég er með flogaveiki og var að lesa það að fólk sem er flogaveikt ætti ekki að gefa brjóst. Þetta er lífsreynsla sem mig langar ekki að sleppa en er þetta rétt?
Kv. Svanhvít
Sæl Svanhvít.
Konur með flogaveiki geta í langflestum tilfellum gengið með börn sín og haft þau á brjósti. Allur gangur er á hvort og hvaða lyf þær taka á meðgöngunni og fá lyf eru frábending frá brjóstagjöf. Stundum þarf að skipta um lyf eða breyta skömmtum. Best er að skipuleggja barneign ef konan er flogaveik og vera búin að ráðfæra sig við taugalækni varðandi lyfjanotkun. Ef konan er á lyfjum á meðgöngunni ætti hún að vera í áhættumæðravernd á LSH.
Gangi þér vel.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir;
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. janúar 2013