Spurt og svarað

09. júní 2009

Brjóstagjöf og kynlíf

Sælar og takk fyrir góða síðu!

Ég er hérna með fyrirspurn sem er kannski hálf asnaleg en málið er að ég á 7 vikna kríli og kallinn er orðinn eitthvað óþolinmóður að stunda kynlíf aftur. Auðvitað höfum við gert ýmislegt en síðan ég eignaðist stelpuna hefur áhugi minn alls ekki verið mikill og ég er orðin hálf kyndauf. Var nú yfirleitt til í tuskið hérna áður fyrr. Vinkona mín sagðist hafa heyrt að konur með barn á brjósti hefðu minni áhuga á kynlífi en ella. Nú spyr ég hvort það geti staðist? Ég er auðvitað alls ekki að fara að hætta með hana á brjósti. Er bara meira að forvitnast um hlutina.

 


Sæl og blessuð!

Það er alls ekki óeðlilegt að einhver daufleiki fyrir kynlífi geri vart við sig fyrstu vikur eða mánuði eftir barnsburð. Það kemur brjóstagjöfinni hinsvegar ekkert við, það er rangt hjá vinkonu þinni. Það eru ýmsir þættir sem spila þar inn í sem eru bæði líkamlegir, andlegir og félagslegir. Það sem þú getur huggað þig við er að þetta stendur til bóta.

Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
9. júní 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.