Brjóstagjöf og Litíumsítrat

24.05.2006

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mig langaði að spyrja hvort sé í lagi að vera á lyfinu Litíumsítrat á meðan á brjóstgjöf stendur?.
Er búin að taka það alla meðgönguna og tek enn 2000mg. á dag. Þarf ég að ráðfæra mig við lækni?

Með fyrirfram þökk, bumbulína.


Sælar!

Jú, það er mikilvægt að ráðfæra sig við lækni um öll lyf sem tekin eru meðan móðir er með barnið á brjósti.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. maí 2006.