Brjóstagjöf og matur

06.11.2008

Hefur magn þess sem maður borðar yfir daginn áhrif á brjóstagjöf. Það er kaloríuinntakann yfir daginn? Minnkar mjólkin ef maður innbyrðir ekki nógu margar kaloríur?  Skiptir ekki aðallega mestu máli að drekka nógu mikið fyrir mjólkurframleiðsluna?

Kveðja.

 

Sæl og blessuð!

Nei, það skiptir ekki máli hver hitaeiningainntekt er á degi hverjum. Þetta er sveiflukennt og líkaminn skammtar rétt magn í mjólkina. Mjólkin minnkar ekki eða rýrist á neinn hátt þótt hitaeiningar séu ekki nógu margar. Það eru nægar birgðir í líkamanum. Það er rétt hjá þér að vökvajafnvægið er viðkvæmara. Það er þó ekki þannig að mjólkin minnki þótt vökvi sé lítill. Það bitnar hins vegar á líkama móður. Það er ágæt regla að drekka eins og þorstinn segir til um.

Vona að þetta svari vangaveltunum.

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. nóvember 2008