Bólur á geirvörtum á meðgöngu

02.03.2008

Sæl!

Veit ekki alveg hvort þetta er eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af eða ekki. Málið er að ég er ófrísk af mínu 3ja barni og er með einskonar bólur á geirvörtunum sem komu strax eða um það leiti sem ég varð ófrísk. Ég fékk ekki þessar bólur þegar ég gekk með hin börnin mín og er þess vegna ekki alveg að fíla þetta. Ég er komin 23 vikur á leið og var að taka eftir því að nú eru komnar svona bólur á snepilinn líka (báðum megin). Brjóstagjöfin gekk ekkert allt of vel með hin börnin mín og þess vegna er ég svo stressuð að þessar bólur geti haft áhrif á hvernig brjóstagjöfin komi til með að ganga núna. Ég veit ekki hvort það er eitthvað inní þessum bólum þar sem ég hef ekkert fiktað í þeim.

Vona að þú getir svarað mér.

Með bestu kveðju Músin.


Sæl og blessuð mús.

Það er ekki gott að reyna að dæma svona eftir lýsingu. Þetta er nokkuð sem verður að skoða til að vita hvað er. Það er ýmislegt sem kemur til greina en mér finnst reyndar ólíklegt að þetta sé eitthvað sem komi til með að trufla brjóstagjöfina. Ég ráðlegg þér að fá skoðun á þessu hjá ljósmóður, lækni eða brjóstagjafaráðgjafa eftir því hvað er auðveldast fyrir þig.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. mars 2008.