Spurt og svarað

08. febrúar 2006

Brjóstagjöf og staðdeyfing

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Ég er með tveggja mánaða gamalt barn sem hefur eingöngu verið á brjósti.  Nú standa mál þannig að eftir nokkrar vikur er verið að fara að taka fæðingarbletti af mér og mun ég þá verða staðdeyfð á þeim svæðum sem að blettirnir eru.  Getur slík staðdeyfing haft áhrif á brjóstamjólkina?  Er æskilegt að ég mjólki mig og gefi barninu mínu brjóstamjólk (eða þurrmjólk) í einhvern tíma eftir deyfinguna?

Með kveðju, Kristín.

................................................................................................

Sæl og blessuð Kristín.

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Við staðdeyfingu er bæði notað lítið af lyfinu og svo hefur það akkúrat eins og nafnið bendir til virkni á mjög litlu svæði. Þannig að það má heita að það skili sér ekki út í mjólkina. Þessi lyf eru þar að auki talin í lagi að gefa í æð í brjóstagjöf þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur eins og ég segi. Nei það er ekki æskilegt að mjólka og náttúrlega ekki gefa þurrmjólk. Reyndu eins og þú getur að láta aðgerðina hafa sem minnst áhrif á þína brjóstagjöf.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
8. febrúar 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.