Brjóstagjöf og stirðir liðir

03.08.2009

Eru einhver þekkt tengsl á milli liðastirðleika og brjóstagjafar? Ég er með sjö mánaða dóttur á brjósti og mjög stirð í liðum á fótum og höndum þegar ég vakna á morgnana. Ég var líka svona þegar sonur minn var á brjósti. Eigið þið einhver ráð? Finnst ykkur að ég ætti að leita læknis vegna þessa liðastirðleika?

 


Sæl og blessuð!

Það er vissulega þekkt að mjólkandi konur kvarti um stirðleika í liðum en alls ekki algengt. Manni dettur kannski fyrst í hug einhver efnaskortur. Það er til bætiefni sem heitir Liðaktín sem hefur hjálpað mörgum. Það er engin spurning að þú ættir að leita læknis og láta kanna hver orsökin er.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. ágúst 2009.