Spurt og svarað

02. júlí 2008

Brjóstagjöf og svefnstellingar

Mig langaði að spyrja hvort það sé í lagi að sofa á maganum og kremja þar með brjóstin þegar verið er með barn á brjósti? Ég hef alla mína tíð sofið mikið á maganum og saknaði þess mikið undir lok meðgöngunnar. Eftir fæðinguna smellti ég mér fljótlega á magann aftur en hef stundum tekið eftir því að brjóstin eru aum á morgnana. Ég hef tvisvar fengið stíflaða mjólkurkirtla og fór allt í einu að hugsa hvort það gæti verið af því að ég sef á maganum.


Sæl og blessuð.

Það er í góðu lagi að sofa á maganum. Maður liggur aldrei kyrr í sömu stellingu svo lengi að það geti myndað stíflu. Ef þú ert aum í öðru brjóstinu þegar þú vaknar getur verið ráðlegt að gefa það næst.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júlí 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.