Brjóstagjöf og svefnstellingar

02.07.2008

Mig langaði að spyrja hvort það sé í lagi að sofa á maganum og kremja þar með brjóstin þegar verið er með barn á brjósti? Ég hef alla mína tíð sofið mikið á maganum og saknaði þess mikið undir lok meðgöngunnar. Eftir fæðinguna smellti ég mér fljótlega á magann aftur en hef stundum tekið eftir því að brjóstin eru aum á morgnana. Ég hef tvisvar fengið stíflaða mjólkurkirtla og fór allt í einu að hugsa hvort það gæti verið af því að ég sef á maganum.


Sæl og blessuð.

Það er í góðu lagi að sofa á maganum. Maður liggur aldrei kyrr í sömu stellingu svo lengi að það geti myndað stíflu. Ef þú ert aum í öðru brjóstinu þegar þú vaknar getur verið ráðlegt að gefa það næst.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
2. júlí 2008.