Spurt og svarað

22. nóvember 2007

Brjóstagjöf og verkjalyf

Sæl.  

Ég sendi ykkur póst í gær vegna þess að ég taldi dömuna mína sem er vikugömul bara taka annað brjóstið og ekki ná að tæma það.  Nú snýr dæmið þveröfugt við.  Hún er búin að vera á brjóstinu í alla nótt og allan dag og þau virðast alveg tóm.  Hún er þó að fá eitthvað því hún ropar og er róleg á meðan hún fær brjóstið.  Ég finn fyrir stingjum eins og að það sé framleiðsla í gangi.  Þarf ég að hafa áhyggjur?

Einnig langar mig að spyrja um verkjalyf.  Dóttir mín fæddist með tunguhaft og tók brjóstið vitlaust sem úr urðu sár sem komst sýking í.  Ég er á sýklalyfjum.  Áður en brjóstið sýktist var búið að vera rosalega erfiður tími að gefa brjóst, virkilega sárt.  Ég fékk leyfi frá ljósmóðir að taka tvær 500 mg panodil og eina ibufen sem hjálpaði mér.  Ég er enn að taka þetta inn því ég er farin að finna þvílikan mun.  Önnur geirvartan er orðin mjög góð og það er bara rétt fyrst sem ég finn fyrir sársauka, en þar sem sýkingin myndaðist er enn dálítið sárt.  Er í lagi fyrir mig að taka þetta ennþá, ég er með dálítið samviskubit, en þetta hjálpar mjög mikið.

Kær kveðja, Móðir.
Sæl og blessuð.

 

Samkvæmt lýsingu þinni er nú barnið að sjúga brjóstin vel og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því. Það er gott.  Ef þér finnst hún vera óánægð þá skiptir þú um brjóst og hún fær þá nýja gusu.

Nei, þú getur ekki fundið fyrir mjólkurframleiðslunni ekki frekar en þú finnur gallframleiðsluna.

Varðandi verkjalyfin þá áttu að taka þau verkjalyf sem þú þarft til að líða vel. Það er erfitt að láta brjóstagjöf ganga ef sársauki er til staðar. Þannig að taktu inn verkjalyf sem verka vel á þig og ekki fá einu sinni vott af samviskubiti.

Vona að allt sé á réttri leið.            

Katrín Edda Magnúsdóttir,
brjóstagjafaráðgjafi og ljósmóðir.
22.11.2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.