Brjóstagjöf og þungunarpróf

13.08.2007

Sælar!

Mig langar að byrja á því að hrósa ykkur fyrir frábær og skýr svör. Nú vantar mig svar við spurningu hvað varðar brjóstagjöf og hormóna á meðgöngu. Getur verið að brjóstagjöf hafi truflandi áhrif á hcg magn, þ.e að það mælist ekki á óléttuprófi þrátt fyrir þungun?Sæl og blessuð.

Brjóstagjöf hefur kannski ekki svo mikil áhrif á þetta efni eftir einhverja mánaða brjóstagjöf. Óléttupróf geta hins vegar verið fölsk neikvæð í brjóstagjöf af öðrum ástæðum. Það er hins vegar ekki algengt.

Með bestu kveðjum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. ágúst 2007.