Brjóstahöfnun

18.08.2009

Hæ!

Barn mitt er 2 vikna gamalt en neitar brjósti og pela. Ég sprauta upp í barnið en ekki get ég gert það alltaf. Hvað get ég gert?

Kv. Áhyggjufull móðir.

 


Sæl og blessuð!

Það þarf að kenna barninu að sjúga brjóst upp á nýtt. Mér finnst líklegt að þú þurfir að fá góða aðstoð við það. Það er auðvitað líka mjög mikilvægt að þú reynir jafnframt að auka mjólkurframleiðsluna með góðri örvun. Ef barnið ekki sýgur má nota mjaltapumpu eða mjaltavél. Það er auðveldara að leysa svona vandamál ef mjólkin er næg. En aðalatriðið er að finna aðila sem getur hjálpað þér að láta barnið sjúga.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. ágúst 2009.