Spurt og svarað

02. ágúst 2008

Brjóstamjólk - þurrmjólk

Hæ, hæ og takk fyrir fróðan og góðan vef.

Núna eru tvíburarnir mínir 3ja mánaða, fæddust eftir 38 vikur 10 og 11 merkur og eru núna bæði í kringum 5000 gr og dafna vel. Eftir að við komum heim frá spítalanum hafa þau eingöngu verið á brjósti og tvisvar fengið brjóstamjólk í pela (fyrst til að sjá hvort þau vildu pelann og í seinna skiptið sem hálfgerða ábót fyrir nóttina en ég var ekki heima). Mér finnst dásamlegt að geta verið með þau eingöngu á brjósti og að ég framleiði nóg fyrir þau. En nú er svo komið að ég er farin að vilja kíkja út aðeins meir, hef hingað til rétt leyft mér að skreppa milli gjafa fyrir utan í eitt skiptið. Í þetta eina skipti sem ég skrapp út skyldi ég eftir 200 ml á barn, 100 í pela og auka 100 í frystinum. Ég var í 3 vikur að safna þessu saman. Er ég að gera börnunum mínum illt ef ég kaupi SMA (tilbúið í litlu flöskunum) og gef þeim þegar ég skrepp frá? Mér finnst fara of mikill tími að mjólka mig til að eiga, kannski er ég að velja vitlausan tíma til að gera þetta. En svo spilar líka inn í að ég er alltaf ein með börnin og fæ oft ekkert að tækifæri á að sitja og mjólka mig. Og hvað er miða við að börn þurfi mikla mjólk í kringum 3-4 mánaða aldurinn? (ca 5000+ gr stelpa og strákur).


Sælar!

Það verður alltaf að vera ákvörðun hverrar móður hvenær hún vill og þarf að gefa börnunum sínum ábót. Þú ert greinilega búin að vera mjög dugleg og búin að gera þitt allra besta fyrir börnin þín. Áætlað magn mjólkur í hverri gjöf hjá börnum 2 til 4 mánaða er 120 til 180 ml og áætlað magn mjólkur yfir sólarhringinn fyrir 5 kg barn er um 800 ml.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi
2. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.