Brjóstamjólk í pela

21.04.2008

Góðan dag!

Ég á 4 vikna stelpur sem er eingöngu á brjósti, ég var að hugsa um að mjólka mig og eiga í frysti þar sem ég er í skóla og gott fyrir pabbann að geta gripið í mjólkina.  En ég er í vandræðum hvernig þetta er gert.

Á að hita hana eitthvað fyrir gjöf? Hvað þarf hún mikið í senn (hún er 5,5, kg)? Eins var ég að hugsa hvort að hún eigi að fá hana í pela, ég hef alltaf verið á móti pelagjöf þar sem ég er hrædd við höfnun á brjósti en hvað get ég gert annað en að gefa henni pela eða er það í lagi öðru hvoru.

Takk kærlega fyrir.Sæl og blessuð!

Það er góð leið til að þíða mjólk að taka hana úr frysti og setja í ísskáp. Láta hana þiðna þar. Rétt áður en barnið drekkur er hún svo hituð í vatnsbaði þar til hún er passlega heit. Það er sniðugt að frysta mjólk í litlum einingum t.d. 50 ml. þá er hægt að hita fyrst 1 skammt og svo annan eða 3ja ef þess þarf. Það er allt í lagi að gefa barni úr pela eftir 4ra vikna aldur stöku sinnum. Sérstaklega ef það er einhver annar en mamman sem gefur hann. Það eru litlar líkur á að það rugli barnið eitthvað ef það er á annað borð er klárt í brjóstasogi.

Gangi þér vel

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. apríl 2008.