Spurt og svarað

21. apríl 2008

Brjóstamjólk í pela

Góðan dag!

Ég á 4 vikna stelpur sem er eingöngu á brjósti, ég var að hugsa um að mjólka mig og eiga í frysti þar sem ég er í skóla og gott fyrir pabbann að geta gripið í mjólkina.  En ég er í vandræðum hvernig þetta er gert.

Á að hita hana eitthvað fyrir gjöf? Hvað þarf hún mikið í senn (hún er 5,5, kg)? Eins var ég að hugsa hvort að hún eigi að fá hana í pela, ég hef alltaf verið á móti pelagjöf þar sem ég er hrædd við höfnun á brjósti en hvað get ég gert annað en að gefa henni pela eða er það í lagi öðru hvoru.

Takk kærlega fyrir.Sæl og blessuð!

Það er góð leið til að þíða mjólk að taka hana úr frysti og setja í ísskáp. Láta hana þiðna þar. Rétt áður en barnið drekkur er hún svo hituð í vatnsbaði þar til hún er passlega heit. Það er sniðugt að frysta mjólk í litlum einingum t.d. 50 ml. þá er hægt að hita fyrst 1 skammt og svo annan eða 3ja ef þess þarf. Það er allt í lagi að gefa barni úr pela eftir 4ra vikna aldur stöku sinnum. Sérstaklega ef það er einhver annar en mamman sem gefur hann. Það eru litlar líkur á að það rugli barnið eitthvað ef það er á annað borð er klárt í brjóstasogi.

Gangi þér vel

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.