Spurt og svarað

28. nóvember 2009

Brjóstamjólk og áfengi

Ég var að lesa þetta svar við einni fyrirspurn hérna áðan: Aldrei láta til hugar koma að mjólka brjóst eftir áfengisneyslu og henda mjólkinni frekar en eftir svæfingu. Það er fáránlegt og lýsir skilningsleysi á mjólkurframleiðsluferlinu. Það er eins og að mjólka brjóst og henda mjólkinni eftir að móðirin borðaði súrsaðan (eða indverskan) mat.

Hvað á að gera þegar áfengis hefur verið neytt? Á að bíða í X langan tíma án þess að mjólka eða hvað?

 


Sæl og blessuð!

Áfengisneysla í brjóstagjöf á að vera í eins miklu hófi og mögulegt er. Oftast er verið að tala um 1-2 glös til hátíðabrigða við sérstök tækifæri. Eftir neyslu á helst að bíða þar til áhrif finnast ekki lengur eða hafa dvínað verulega. Það er ekki hægt að miða við ákveðinn tíma þar sem fólk brýtur efnin mishratt niður. Þetta verður hver kona að finna sjálf. Það sem verið er að benda á í bréfinu er að það á ekki að vera að henda fullgóðri mjólk.

Bestu óskir
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
28. nóvember 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.