Brjóstamjólk og annar vökvi

11.02.2010

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég á rúmlega 6 mánaða stúlku sem var eingöngu á brjósti fyrstu 6 mánuðina og dafnaði voðalega vel. Í dag er hún farin að borða 2sinnum á dag og gengur bara vel og er aðeins farin að dreypa á vatni ásamt því að fá brjóstið inn á milli. Ég byrja í 60% vaktavinnu (3 vaktir á viku 8 klst. í senn) þegar hún verður 7 mánaða. Mér hefur gengið illa að mjólka mig svo sá möguleiki er ekki fyrir hendi. Ég er að velta fyrir mér hvaða vökva ætti að gefa henni á meðan ég verð í vinnunni. Er nóg að gefa henni bara vatn eða þarf hún eitthvað meira og hvað þá?

 


Sæl og blessuð!

Það er gott að það hefur gengið svona vel hjá þér. Ég myndi mæla með að þú létir gefa henni stoðmjólk þegar þú ert í vinnunni. Vatn er líka í lagi ef hún vill ekki stoðmjólkina eða einhverjir safar.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. febrúar 2010.