Spurt og svarað

06. desember 2006

Brjóstamjólk og járnupptaka

Hæ, hæ!

Ég er alltaf að heyra að maður eigi ekki að gefa börnum mjólk með mat því að hún getur haft áhrif á járnupptöku líkamans. Hef heyrt að maður eigi að láta einhvern tíma líða frá mat þar til barnið fær mjólk. Það sem ég er að pæla er hvort þetta eigi líka við brjóstamjólkina? Þarf ég að láta einhvern  tíma líða frá máltíð þar til ég gef barninu mínu að drekka? Er brjóstamjólkin og kúamjólkin ekki bara eins og vatn og kók - alveg sitt hvor hluturinn, eða er þetta eiginlega það sama? Ég hef reynt að afla mér upplýsinga um þetta en er engu nær og er að fá hausverk því að ég pæli svo mikið í þessu :)

Með von um svör!


Sæl og blessuð.

Mér finnst mjög eðlilegt að þú veltir þessu fyrir þér. En eins og þér sjálfri er búið að detta í hug erum við að tala um 2 ólíka hluti. Þegar tekið er inn járn er ekki heppilegt að drekka mjólk með því fría járnið getur þá bundist efnum úr mjólkinni og orðið óvirkt. Í brjóstamjólkinni er hins vegar járnið á heppilegu formi og nýtist mjög vel. Það má alveg drekka brjóstamjólk með öllum mat og með járninntöku ef út í það er farið. Það binst afar lítið.       

Vona að þetta skýri málið.  

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. desember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.