Brjóstamjólk og ónæmiskerfið

03.12.2011

Sæl!

Þegar börn eru að fá efni úr brjóstamjólk til að styrkja ónæmiskerfið skiptir þá máli hversu mikla brjóstamjólk þau eru að fá? T.d. barn sem fær tvær gjafir á dag af brjóstinu á móti þurrmjólk . Er það að fá minni vernd en það sem fær t.d. átta gjafir?


 

Sæl og blessuð!

Já, barn sem fær hluta af næringunni sem þurrmjólk fær minna af verndandi efnum en barn sem er bara á brjósti en það fær samt miklu meira en barn sem er bara á þurrmjólk.

Vona að þetta svari spurningunni.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. desember 2011.