Spurt og svarað

16. ágúst 2009

Brjóstamjólk og tennur

Sælar ljósmæður og kærar þakkir fyrir fróðlegan vef!

Mig langar að vita hvort sæta brjóstmjólkin okkar geti skemmt tennur barnanna. Ég er enn með 18 mánaða dóttir mína á brjósti og hún drekkur eftir að við burstum á kvöldin og svo aftur um nóttina eða undir morgun. Er mikill sykur í brjóstamjólk? Eða e-r önnur efni sem geta skemmt glerung tannanna?

Kær kveðja, Alma.

 


Sæl og blessuð Alma!

Jú, brjóstamjólkin er sæt en hún er samt ekki mikið skemmandi fyrir tennur. Hún hefur heldur ekki sýrur eins og ávaxtasafar sem skemma glerung. Svo er það sem er hagstætt en það er að brjóstamjólk fer í munninn mun innar en ef drukkið er á annan hátt. Hún leikur því ekki mikið um tennur barna sem eru mjög framarlega í munninum.

Með kveðju.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. ágúst 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.