Brjóstamjólk- hvaða geymsluílát eru æskileg?

22.06.2008

Hæ, hæ og takk fyrir góðan vef!

Mig langar mikið til að vita í hvers konar ílátum æskilegast er að geyma brjóstamjólkina. Undanfarið hef ég heyrt mikið um að konur séu að geyma mjólkina í klakapokum. Þá mjólka þær sig fyrst í pela og hella svo mjólkinni yfir í klakapokann. Er ekki möguleiki á að einhver næringarefni tapast við þetta? Eða er það bara vitleysa?

Kær kveðja.Sæl og blessuð!

Æskilegast er að nota ílát úr góðu plasti. Flestar gerðir margnota pela eru góðir og svo eru til sérstakir pelapokar þ.e plastpokar sérstaklega ætlaðir fyrir brjóstamjólk. Glerílát eru líka í lagi. Þess ber að geta að bæði gott plast og gler rispast eftir vissa notkun, þvotta og aðra meðferð og verður því að skipta út reglulega. Venjulegir klakapokar eru úr óvönduðu plasti og ætti ekki að nota fyrir brjóstamjólk.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
22. júní 2008.